(+354) 591 0100

Símanúmer

sik@si.is

Netfang

Fréttir

Kvikmyndahátíðin STOCKFISH 2023

Stockfish kvikmyndahátíðin opnar í dag! Í tilefni hátíðarinnar kemur fjöldi erlendra kvikmyndagerðarmanna að fylgja myndum sínum eftir eða hátt í 50 manns. Þetta er því kjörið tækifæri til að efla alþjóðleg tengsl innan bransans fyrir utan spennandi kvikmyndaprógram og áhugaverða bransaviðburði. Aðildarfélögum SÍK bjóðast frípassar og sérstök afsláttarkjör en póstur þess efnis hefur verið sendur til allra félagsmanna. 

 

Sjá nánar um hátíðina hér

BRIFF Co-Production Market 2023

Um þessar mundir er BRIFF - Brussels International Film Festival að skipuleggja Brussels Co-Production Market sem verður haldið dagana 28.-30. júní 2023 á meðan BRIFF hátíðinni stendur (dagana 27. júní - 5. júlí).

Anton er nýr formaður SÍK

Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures var kosinn formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Hilmar Sigurðsson frá Sagafilm var kosinn gjaldkeri og Inga Lind Karlsdóttir frá Skot Productions meðstjórnandi. Aðrir í stjórn eru Guðbergur Davíðsson, Júlíus Kemp og varamenn eru Kristinn Þórðarson og Hlín Jóhannesdóttir.

IHM úthlutun vegna ársins 2020

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði félagsins. Rétt til umsókna úr sjóðnum eiga sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndaverk sem sýnd hafa verið í sjónvarpi á árinu 2020.

Ný stjórn SÍK

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sem haldinn var með rafrænum hætti í gær. 

Aðalfundur SÍK 2020 með rafrænum hætti

ATH! Aðalfundur SÍK hefur verið færður yfir á rafrænt form vegna aðstæðna í samfélaginu. Hann verður haldinn á Zoom klukkan 17.00 þann 24. september. Þá hefur pallborðsumræðum verið frestað þar til aðstæður leyfa að þær verði haldnar í persónu.