Hádegisfundur SÍK

 Sanngjörn og hlutfallsleg þóknun til höfunda og listflytjenda samkvæmt DSM tilskipuninni

SÍK stendur fyrir hádegisfundi fyrir félagsmenn þriðjudaginn 2. maí kl. 12-12:50 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35, 1. hæð fundarsalur Hylur.

Tómas Þorvaldsson, lögmaður hjá VÍK Lögmannsstofu, mun reifa mögulegar hugmyndir að útfærslu á "sanngjarnri og hlutfallslegri þóknun" til höfunda og listflytjenda samkvæmt DSM tilskipuninni í samræmi við sjónarmið og aðstöðu framleiðenda á Norðurlöndunum. 

Boðið verður upp á léttan hádegisverð. 

Fundargestir eru vinsamlega beðinir um að skrá sig hér.