Skatta- og efnahagsáhrif kvikmyndagerðar

Í febrúar 2025 kom út skýrsla Reykjavík Econmics „Skattaleg áhrif íslensks kvikmyndaiðnðar árið 2025“. Í skýrslunni er gerð grein fyrir hversu mikið kvikmyndaframleiðsla greiðir í beina skatta og byggir á tölum frá Hagstofu og Skattinum. Árið 2023 greiddi greinin 7,4 milljarða í skatta og heildarframlag hins opinbera í Kvikmyndasjóð, endurgreiðslur og kvikmyndanáms námu 4,7 milljörðum króna. Greinin greiddi því 3,4 milljörðum meira í beina skatta en greinin fékk í fjárfestingu frá hinu opinbera.

Samtals námu beinar skattgreiðslur kvikmyndaframleiðslu 35,3 milljörðum á árunum 2019-2023. (Heimild: Skýrsla Reykjavík Economics, febrúar 2025). Framlag hins opinbera í heild nam 23 milljörðum á sama tíma.

Íslenskar kvikmyndir verða ekki gerðar nema aðkomu hins opinbera. Að jafnaði nemur framlag ríkissjóðs úr Kvikmyndasjóði og í endurgreiðslur á bilinu 40-45% af framleiðslukostnaði. Það sem á vantar kemur í gegnum samframleiðslusamninga við erlenda aðila, erlendum sjóðum, með forsölum hér heima og erlendis, auk fjárfesta og eigin framlaga framleiðenda. Á sama hátt er opinbert framlag til leikinna þáttaraða fyrir sjónvarp um 35% af framleiðslukostnaði. Ef ekki er framlag frá heimalandi, þá er borin von að erlendir aðilar komi að fjárfestingu og framleiðslu á kvikmynduðu efni á íslensku. (Heimild: Könnun SÍK á meðal framleiðslufyrirtækja í kvikmyndagreininni).

Endurgreiðslan er mjög mikilvæg íslenskum framleiðendum og ekki síður til að laða að erlend verkefni til landsins. Eftir því sem endurgreiðslan hefur vaxið þá hafa umsvifin aukist umtalsvert og árið 2024 velti framleiðsluhluti kvikmyndagreinarinnar 36 milljörðum króna. Veltan á árinum 2020-2024 á verðlagi í janúar 2025 nam 151 milljarði króna. (Heimild: Hagstofa Íslands).

86% erlendu verkefnanna sem hingað koma hefðu ekki komið til ef ekki væri fyrir endurgreiðslu á kostnaði vegna kvikmyndagerðar. (Heimild: Skýrsla Olsberg SPI, apríl 2024).

Sú staðreynd að endurgreiðslan er tiltölulega einföld og gagnsæ í framkvæmd og er ekki háð þökum séu verkefni samþykkt er talið íslenska kerfinu til mikilla tekna af hálfu erlendra aðila. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki eru líka mjög mikilvæg því það getur litil umstalsverður tími frá því að Ísland sé í kortunum og þar til ákvörðun er tekin. Þá er hinsvegar oftast nær farið hratt af stað.

Í kvikmyndagreininni störfuðu að jafnaði um 740 manns á árunum 2019-2023 og fjöldi fyrirtækja árið 2023 var orðinn 1.090, að mestu leiti lítil einkafyrirtæki í framleiðslu. (Heimild: Skýrsla Reykjavík Economics, febrúar 2025).

Kvikmyndagreinin hefur víðtæk ruðningsáhrif. Greinin kaupir umtalsvert magn af ferðaþjónustu á Íslandi, hvort sem er gisting, veitingar eða bílaleigur og greiðir virðisaukaskatt af allri slíkri þjónustu. Í stórum erlendum verkefnum geta þessi kaup af ferðaþjónustunni numið allt að þriðjungi þess sem eytt er á Íslandi.

Þess ber síðan að nefna að 37,4% ferðamanna að uppspretta að Íslandsferð er að hafa séð íslenskt landslag í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. (Heimild: Skýrsla Reykjavík Economics, febrúar 2025).

Nánari upplýsingar er að finna í eftirfarandi skýrslum:

Skýrsla Reykjavík Econmics er aðgengileg hér.

Skýrsla Olsberg SPI er aðgengileg hér.

Image
Image
Image
Image
Image