Nordic NEST er nýtt samstarf þýskra og norrænna kvikmyndasjóða og -stofnana sem býður framleiðendum og handritshöfundum ný tækifæri til alþjóðlegrar þróunar og samframleiðslu. Á næstu mánuðum munu kvikmyndagerðarmenn frá Þýskalandi og Norðurlöndunum koma saman til að þróa hugmyndir að kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni. Bestu verkefnin geta hlotið allt að 80.000 evrur í þróunarstyrki.
Samstarfið er leitt af MOIN Film Fund Hamburg Schleswig-Holstein og The Five Nordics – samtökum kvikmyndastofnana á Norðurlöndum. Filmförderungsanstalt (FFA) í Þýskalandi tekur einnig þátt og verður upphafsfundur verkefnisins haldinn í Hamborg í samstarfi við þýsk kvikmyndaframleiðendasamtök (Produktionsallianz Werbung).
Kjarninn í Nordic NEST er fimm daga vinnusmiðja, NEST Space, sem fer fram í janúar 2026 við strendur Eystrasalts í Schleswig-Holstein. Þar koma saman tíu reyndir handritshöfundar – jafnt frá Þýskalandi sem Norðurlöndunum – til að þróa ný verkefni undir leiðsögn Le Groupe Ouest, einnar virtustu stofnunar Evrópu í handritsþróun.
Með Nordic NEST er stigið mikilvægt skref í átt að aukinni alþjóðlegri samþróun handrita og sterkari tengslum milli þýskrar og norrænnar kvikmyndagerðar. Verkefnið er því mikilvægur vettvangur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn sem vilja byggja upp samstarf og tryggja sér fjármögnun í alþjóðlegu samhengi.
Opið er fyrir umsóknir til 27. ágúst nk., og hægt er að sækja um hér
Nánari upplýsingar er að finna á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands