(+354) 591 0100

Símanúmer

sik@si.is

Netfang

Fréttir

Kvikmynda- og bransahátíðin STOCKFISH 2025

Stockfish kvikmynda- og bransahátíðin verður haldin dagana 3.-13. apríl. Heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni er Floria Sigismondi, ítalsk-kanadísk kvikmyndaleikstýra og myndlistarkona. Floria er vel þekkt fyrir einstakan stíl og hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við The Runaways og The Turning. Að auki hefur hún gert mörg eftirminnileg tónlistarmyndbönd fyrir listamenn á borð við David Bowie, Rihanna og Björk.

Í ár verður ókeypis aðgangur inn á hátíðina. Gestum verður þó gefinn möguleiki á að greiða eftir tökum ef áhugi er á að styrkja hátíðina en miðaskráning fer fram á www.tix.is.  Þar þar sem hægt er að velja miða frá 0 kr. og upp í þá upphæð sem gestir hafa tök og vilja til að borga.

Opnunarmynd hátíðarinnar, og jafnframt Íslandsfrumsýning, er Verðurskeytin sem er leikin heimildarmynd í leikstjórn Bergs Bernburg en dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vef Stockfich

Dagskrá Bransadaga hátíðarinnar hefur einnig verið kynnt en búast og má við enn fleiri viðburðum í dagsrkánna samkvæmt skipuleggjendum 

Hátíðin verður að mestu haldin í Bíó Paradís í samstarfi við helstu fagfélög kvikmyndaiðnaðarins á Ísland.

 

Vöxtur í kvikmyndagerð á Íslandi svakalegur

„Vöxturinn í kvikmyndagerð á Íslandi hefur verið svakalegur. Þessar tölur sýna okkur hvað kvikmyndagerðin er raunverulega orðin stór,“ segir Hilmar Sigurðsson, kvikmyndaframleiðandi og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), í Morgunblaðinu. 

Í Morgunblaðinu kemur fram að SÍK hafi látið ráðgjafarfyrirtækið Reykjavík Economics gera úttekt á skattaáhrifum starfsgreinarinnar á Íslandi. Í skýrslu fyrirtækisins komi fram að árið 2023 greiddi íslensk kvikmyndagerð mun meira í beina skatta en hún þáði í fjárfestingu og styrki frá hinu opinbera. Þá segir að sem kunnugt sé hafi verið skiptar skoðanir á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar hér á landi sem og framlögum í Kvikmyndasjóð.

Í skýrslunni segi að skattalegt framlag kvikmyndagreinarinnar hafi árið 2023 verið 7,4 milljarðar króna með virðisaukaskatti en styrkir til kvikmyndagerðar og kvikmyndanáms það ár hafi numið samtals 4,7 milljörðum. Greinin hafi með með öðrum orðum greitt 1,6 sinnum meira í beina skatta en hún þáði í fjárfestingu og styrki frá hinu opinbera. „Við skulum segja að þessi niðurstaða hafi komið mörgum á óvart. Þetta er hins vegar mjög jákvætt, við erum ánægð að fá þarna formlega staðfestingu á því sem við höfum haldið fram. Það að við greiðum 1,6 sinnum meira í beina skatta en kemur frá ríkinu í fjárfestingu og styrkjum er mjög merkilegt og þá er ekki einu sinni farið að ræða ruðningsáhrif eða önnur áhrif, til dæmis á ferðaþjónustu.“

Hægt er að nálgast skýrsluna hér

SKJALDBORG 2025 - UMSÓKNIR HAFNAR

Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda fer fram um hvítasunnuhelgina

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fer fram á Patreksfirði dagana 6.-9. júní 2025. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um frumsýningarverk og verk í vinnslu til kynningar á hátíðinni. Fyrri umsóknarfrestur er til 3. mars 2025 og seinni frestur rennur út 24. mars 2025. Umsóknarform er aðgengilegt á vef hátíðarinnar: skjaldborg.is

Hátíðin vekur athygli á því að umsóknir geta innihaldið hlekki á myndir sem eru í eftirvinnslu, þar sem nýjasta útgáfa verksins fylgir með, auk lýsingar á stigi verksins og áætlunar um verklok.

Stuðningur við íslenska heimildamyndagerð

Skjaldborg frumsýnir íslenskar heimildamyndir og leggur áherslu á að styðja við þann vettvang. Hægt er að sækja um í tveimur flokkum:

  • Frumsýning á heimildamynd
  • Verk í vinnslu

Verðlaun Skjaldborgar

Heimildamyndir sem frumsýndar eru á hátíðinni keppa um þrjú verðlaun:

  • Einarinn – áhorfendaverðlaun.
  • Ljóskastarinn – verðlaun dómnefndar fyrir myndir 40 mínútur og lengri.
  • Skjöldurinn – verðlaun dómnefndar fyrir myndir 39 mínútur og styttri.

Skilyrði fyrir frumsýningu 2025

Til að verk sé gjaldgengt til frumsýningar á Skjaldborg 2025, þarf það að uppfylla eftirfarandi  tvö skilyrði:

1. Myndin þrarf að uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum:

  • Vera íslensk framleiðsla (þar sem framleiðslufyrirtæki og framleiðandi teljast aðalframleiðendur).
  • Leikstjóri er íslenskur eða með lögheimili á Íslandi.
  • Verkið er á íslensku eða hefur íslenska menningarlega eða samfélagslega skírskotun.

2. Myndin má ekki hafa verið sýnd opinberlega á Íslandi fyrir lok Skjaldborgar 2025. Opinberar sýningar eru t.d. sýningar í kvikmyndahúsum, á kvikmyndahátíðum, í sjónvarpi eða á opnum vefmiðlum. Lokaðar sýningar fyrir aðstandendur og sýningar á vegum kvikmyndaskóla teljast ekki til opinberra sýninga. Heimildamyndir sem hafa verið sýndar erlendis eru þó gjaldgengar.

Umsóknir um erlendar heimildamyndir

Hægt er að sækja um þátttöku fyrir erlendar heimildamyndir með íslenskum meðframleiðendum. Stjórn Skjaldborgar mun fara sérstaklega yfir þær umsóknir og meta gjaldgengi.

Ítarlegri upplýsingar má finna á heimasíðu Skjaldborgar

Opinn fundur - gervigreind í kvikmyndaiðnaði

Gervigreind í kvikmyndaiðnaði er yfirskrift opins fundar Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sem fer fram fimmtudaginn 13. febrúar kl. 11.30-13.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í fundarsalnum Hyl. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Dagskrá

  •          Höfundaréttur og gervigreind - Tómas Þorvaldsson, lögmaður
  •          How To Control Creative AI? - Maciej Żemojcin, sérfræðingur í framleiðslu gervigreindar- og sýndarveruleikakvikmynda
  •          Hjálpartæki kvikmyndagerðar - Gaukur Úlfarsson, kvikmyndagerðamaður og leikstjóri
  •          Textun á tímum gervigreindar - Haukur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sundra hugbúnaðarlausna
  •          Fundarstjórn -  Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI

 

Skráning er að finna hér

IHM úthlutun vegna ársins 2023

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda – auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði SÍK.

Rétt til umsókna úr sjóðnum eiga allir sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndaverk sem sýnd hafa verið í sjónvarpi og á íslenskum streymisveitum á árinu 2023. Aðeins rétt út fylltar umsóknir verða afgreiddar. Vinsamlegast sendið umsóknir á:

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda

Borgartúni 35

105 Reykjavík

eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Engar aðrar leiðir umsókna verða teknar gildar

Umsóknarfrestur fyrir greiðslur úr IHM sjóði SÍK vegna 2023 er til 27. ágúst næstkomandi. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Greiðslur þessar eru bætur til kvikmyndaframleiðenda fyrir eintakagerð til einkanota á myndum þeirra, þegar þær eru sýndar í sjónvarpi á Íslandi.

Upplýsingar um úthlutunarreglur og umsóknareyðublað er að finna á flipanum IMH Réttahafagreiðslur á toppi heimasíðu eða hér

Ný stjórn kjörin á aðalfundi SÍK

Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var haldinn þann 6. júní sl.

Á fundinum fór formaður SÍK, Anton Máni Svansson, yfir störf stjórnar á liðnu ári. Þar ber helst að nefna vinnu stjórnar mikilvægi þess að stjórnvöld setji á laggirnar regluverk sem heimila gjaldtöku á streymisveitur með sambærilegum hætti og tíðkast er í mörgum Evrópuríkjum. Frumvarp þess efnis var birt á Samráðsgátt stjórnvalda í lok maímánaðar og má gera ráð fyrir að það verði lagt fyrir Alþingi á haustþingi. Þá fór formaður einnig yfir kröfu SÍK að stjórnvöld bæti úr verklagi á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu. Þar er lögð fram áhersla á að starfsumhverfi sjálfstæðra framleiðenda yrði endurskoðun og leitað yrði annarra leita til að gera fjármögnunarferli kvikmyndaiðnaðar á Íslandi skilvirkara.

Á fundinum lagði Hilmar Sigurðsson, gjaldkeri SÍK, fram gagnsæisskýrslu félagsins vegna ársins 2023 og greindi frá úthlutun IHM rétthafagreiðslna vegna ársins 2022 og núverandi úthlutun fyrir árið 2023. Þá lagði Hilmar fram endurskoðaða ársreikninga félagsins til samþykktar.

Anton Máni Svansson var einn til framboðs um formennsku þrjú framboð bárust um tvö laus sæti í stjórn. Í kosningu urðu þeir Arnar Benjamín Kristjánsson og Hilmar Sigurðsson hlutskarpastir. Þá barst eitt framboð, frá Hrönn Kristinsdóttur, um laust sæti varamanns.

Stjórn SÍK fyrir starfsárið 2024-2025 er því skipað:

Anton Máni Svansson, STILL VIVID ehf.

Agnes Johansen, RVK Studios ehf.

Arnar Benjamín Kristjánsson, Sagafilm ehf.

Hanna Björk Valsdóttir, Akkeri films ehf.

Heather Millard, Compass ehf.

Hilmar Sigurðsson, GunHil ehf.

Hrönn Kristinsdóttir, Go to Sleep ehf.

 

Á fundinum voru einnig lagðar fram lagabreytingar en þær snerust að meginefni um samþættingu dagskrárliða aðalfundar og orðalagsbreytingar.

Áfram heldur að fjölga aðildarfyrirtækjum innan SÍK sem hefur yfir að skipa 42 fyrirtækjum. Má merkja með þessu að mikill áhugi og gróska sé á starfsemi félagsins sem og í greininni í heild sinni.