(+354) 591 0100

Símanúmer

sik@si.is

Netfang

Fréttir

Áskorun til íslensku ríkisstjórnarinnar

Ágæta ríkisstjórn,

Hér í fylgiskjali og í þýðingu að neðan er áskorun til ykkar frá Clint Eastwood, Darren Aronofsky, Terrance Malick og mörgum fleiri erlendum starfsbræðrum okkar í kvikmyndagreininni. 

Yfirlýsing stjórnar SÍK vegna fjárlagafrumvarps 2014

Í  fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 sem lagt var fram á Alþingi í dag kemur fram að Kvikmyndasjóður verður skorinn niður um 42% á næsta ári frá því sem áætlað var. Þannig fer kvikmyndasjóður úr 1.070 m sem voru á áætlun í 624,7 m króna. Í annað skiptið á fjórum árum verður kvikmyndagreinin fyrir risa höggi í niðurskurðartillögum stjórnvalda og enn og aftur er vegið að uppbyggingu á atvinnugrein sem kominn var á góðan skrið. 

SÍK gengur til liðs við SI og SA

Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI, Margrét Kristmundsdóttir, varaformaður SA og Hilmar Sigurðsson, formaður SÍK skrifuðu undir samningana. 

SÍK verður aðili að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins

Á aðalfundi SÍK þann 31. maí var samþykkt með öllum greiddum atvkæðum að SÍK gerðist aðili að Samtökum iðnaðarins og þar með Samtökum atvinnulífisins. Fyrir fundinum lágu drög að samkomulagi milli SÍK og SI og voru þar samþykktar nauðsynlegar lagabreytingar til að ganga frá slíkri inngöngu. 

Góð ráð frá ritstjóra til framleiðenda

Wendy Mitchell, ritstjóri Screen gefur framleiðendum góð ráð um fjölmiðla

http://www.screendaily.com/what-producers-need-to-know-about-the-press/5055848.article?blocktitle=THE-EDITOR&contentID=40426

Hér er m.a. rætt um mikilvægi ljósmyndarinnar sem er valin með fréttatilkynningum! Og að sú fyrsta verður oft sú eina.

Kynning á dagskrárstefnu RÚV

Föstudaginn 26. apríl kl. 14:00 í Bíó Paradís.

SÍK boðar til fundar með RÚV  þar sem Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV kynnir kvikmyndaframleiðendum og öðru áhugasömu kvikmyndagerðarfólki nýja dagskrárstefnu RÚV og ræðir um framkvæmd þeirrar stefnu og hvað er framundan í dagskrármálum RÚV. Á eftir framsögu Skarphéðins verða umræður og spurningum svarað.