IHM úthlutun vegna ársins 2023

IHM úthlutun vegna 2023

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda – auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði SÍK.

Rétt til umsókna úr sjóðnum eiga allir sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndaverk sem sýnd hafa verið í sjónvarpi og á íslenskum streymisveitum á árinu 2023. Aðeins rétt út fylltar umsóknir verða afgreiddar. Vinsamlegast sendið umsóknir á:

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
Borgartúni 35
105 Reykjavík

eða með tölvupósti á sik@si.is

Engar aðrar leiðir umsókna verða teknar gildar

Umsóknarfrestur fyrir greiðslur úr IHM sjóði SÍK vegna 2023 er til 27. ágúst næstkomandi. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Greiðslur þessar eru bætur til kvikmyndaframleiðenda fyrir eintakagerð til einkanota á myndum þeirra, þegar þær eru sýndar í sjónvarpi á Íslandi. Reglur um úthlutun eru aðgengilegar hér.

Úhlutunarreglur IHM 2023

Umsóknareyðublað er að finna undir hnappinum Umsóknareyðublað, hér til hægri. 

Vinsamlegast athugið að það er mikilvægt að fylla umsóknareyðublaðið í samræmi við leiðbeiningar á fyrsta flipa og öðrum þeim upplýsingum sem beðið er um, til að tefja ekki fyrir úrvinnslu gagna. Vinsamlegast setjið lengd verka sem mínútur, ekki tímakóða format.

Til úthlutunar fyrir árið 2023 eru samtals 27.202.500 kr. Þar sem ágreiningur er milli aðila um svokallaðar kapaltekjur hefur þeim ekki verið úthlutað til aðildarfélaga IHM, en umsóknir fyrir þetta ár verða grundvöllur úthlutunar þeirra tekna fyrir árið 2023, þegar þær berast. Í gangi er sáttasemjarameðferð sem hefur frest til september til að koma með sáttatillögu. Ef aðildarfélög IHM una ekki þeirri niðurstöðu, má gera ráð fyrir að skiptingin verði ákvörðuð af gerðardómi í samræmi við lög og samþykktir IHM.

Skjáauglýsingar hafa verið birtar á RÚV auk auglýsingar á Klapptré og Facebook síðu SÍK.

 

Umsóknir

Vinsamlegast athugið að það er mikilvægt að fylla umsóknareyðublaðið út með öllum þeim upplýsingum sem beðið er um til að tefja ekki fyrir úrvinnslu gagna.