Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda

Tilgangur félagsins er að efla íslenska kvikmyndagerð og gæta hagsmuna og réttar sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda. Félagið kemur fram fyrir hönd aðildarfélaga gagnvart stjórnvöldum, menningarstofnunum, fjölmiðlum og öðrum félagasamtökum. Til að ná fram markmiðum sínum getur félagið leitað eftir samstarfi við félög kvikmyndaframleiðenda erlendis og önnur fagfélög í kvikmyndagerð heima og erlendis. 

Image

Stjórn SÍK

Stjórn kjörin á aðalfundi 2022.

Anton Máni Svansson, formaður
Hilmar Sigurðsson, gjaldkeri
Inga Lind Karlsdóttir
Kristinn Þórðarson
Heather Millard
Hanna Björk Valsdóttir
Agnes Johansen

Fulltrúar SÍK

SÍK á fulltrúa í nokkrum nefndum og ráðum.

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían
Anton Máni Svansson
Hlín Jóhannesdóttir

Kvikmyndaráð
Anton Máni Svansson
Hanna Björk Valsdóttir

Höfundarréttarráð
Lilja Ósk Snorradóttir

Stockfish kvikmynda & bransa hátíð
Anton Máni Svansson

Bakland Listaháskóla Íslands
Anton Máni Svansson

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda er aðili að Samtökum iðnaðarins sem vinnur náið með félagsaðilum að hagsmunamálum í sjónvarps-og kvikmyndaiðnaði.

Innri vefur aðildarfélaga SÍK

Félög sem eiga aðild að SÍK hafa aðgang að lokuðu svæði á vefnum þar sem finna má upplýsingar um starfsemi SÍK, fundargerðir funda félagsins, greinargerðir, fundargerðir stjórnar, samningsform, samninga við önnur félög og fleiri upplýsingar sem eingöngu eru aðgengilegar félögum í SÍK. Ef fyrirtæki þitt er í SÍK og hefur ekki fengið úthlutað aðgangsorði, þá vinsamlegast hafið samband við sik@si.is. Til að komast inn á svæðið getur þú skráð þig inn með því að smella hér eða á "Mínar síður" efst á síðunni.

Sækja um aðild

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda er fyrir sjálfstæða framleiðendur á kvikmynduðu efni. Skilyrði fyrir inntöku er að umsækjandi sé sjálfstætt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki með lögheimili á Íslandi og hafi framleitt eigin kvikmyndaverk samfleytt í tvö ár og sýnt a.m.k. eitt kvikmyndaverk á almennum sýningum í kvikmyndahúsi samfleytt í a.m.k. 7 daga eða í sjónvarpi sem hefur umtalsverða dreifingu.

Kvikmyndaframleiðslufyrirtæki telst ekki vera sjálfstætt ef ein sjónvarpstöð á meira en 1/4 hluta í fyrirtækinu eða tvær eða fleiri sjónvarpsstöðvar eiga samanlagt meira en helming í fyrirtækinu, eða að framleiðslufyrirtækið hafi á síðustu þremur árum framleitt meira en 9/10 hluta af eigin framleiðslu fyrir sömu sjónvarpsstöðina.
Sjá nánar í lögum SÍK

Umsóknir um aðild að SÍK eru teknar fyrir á aðalfundum sambandsins. Í umsóknum þarf að koma fram staðfesting framleiðslufélags um að það uppfylli skilyrði fyrir aðild.