Kvikmynda- og bransahátíðin STOCKFISH 2025

Stockfish kvikmynda- og bransahátíðin verður haldin dagana 3.-13. apríl. Heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni er Floria Sigismondi, ítalsk-kanadísk kvikmyndaleikstýra og myndlistarkona. Floria er vel þekkt fyrir einstakan stíl og hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við The Runaways og The Turning. Að auki hefur hún gert mörg eftirminnileg tónlistarmyndbönd fyrir listamenn á borð við David Bowie, Rihanna og Björk.

Í ár verður ókeypis aðgangur inn á hátíðina. Gestum verður þó gefinn möguleiki á að greiða eftir tökum ef áhugi er á að styrkja hátíðina en miðaskráning fer fram á www.tix.is.  Þar þar sem hægt er að velja miða frá 0 kr. og upp í þá upphæð sem gestir hafa tök og vilja til að borga.

Opnunarmynd hátíðarinnar, og jafnframt Íslandsfrumsýning, er Verðurskeytin sem er leikin heimildarmynd í leikstjórn Bergs Bernburg en dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vef Stockfich

Dagskrá Bransadaga hátíðarinnar hefur einnig verið kynnt en búast og má við enn fleiri viðburðum í dagsrkánna samkvæmt skipuleggjendum 

Hátíðin verður að mestu haldin í Bíó Paradís í samstarfi við helstu fagfélög kvikmyndaiðnaðarins á Ísland.