Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Félag íslenskra leikara skrifuðu undir kjarasamning þann 12. nóvember sl. Samingarnir voru kynntir á fundi SÍK í Borgartúni 35, miðvikudaginn 19. nóvember.
Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla meðal aðildarfélaga í SÍK og hafa forsvarsmenn aðildarfélaga sem greitt hafa aðildargjöld á sl. 12 mánuðum fengið senda rafræna atkvæðaseðla.
Kosningunni lýkur á hádegi miðvikudaginn, 26. nóvember og munu niðurstöður verða kynntar aðildarfélögum SÍK í kjölfarið.
Samninginn má finna á lokuðu svæði aðildarfélaga SÍK hér á vefsíðunni, ásamt reiknilíkani sem notast má við þegar verið er að reikna út laun leikara samkvæmt samningnum.