Umsögn SÍK um frumvarp til laga um fjölmiðla
SÍK skilaði umsögn um frumvarp til laga um fjölmiðla, nr. 38/2011, (EES-reglur, hljóð- og myndmiðlun) þann 11. maí sl.
Í umsögn sinni leggur SÍK áherslu á knýjandi þörf fyrir setningu lagaheimildar um gjaldtöku á erlendar streymisveitur líkt og tilskipun ESB 2018/180 með síðari breytingu, sem frumvarpið byggir á, heimilar. Fjármála- og efnahagsráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra hafa nú þegar tilkynnt um tilnefningu starfshóps er samanstendur af þremur fulltrúum ráðuneyta og stefnt er að framlagningu frumvarps á haustmánuðum þessa árs. SÍK hvetur stjórnvöld til þess að hefja samtal við hagaðila innan greinarinnar vegna málsins og tryggja þannig skilvirkari niðurstöður fyrir framlagningu frumvarps.
Umsögnina í heild sinni má lesa hér, þá verður umsögnin jafnframt að finna í skjalasafni á innri vef SÍK.