Umsögn SÍK vegna frumvarps til laga um breytingar á kvikmyndalögum

 SÍK skilaði umsögn um frumvarp til laga um breytingu á kvikmyndalögum, nr. 137/2001 (framleiðslustyrk til lokafjármögnunar) þann 13. apríl sl.

Í umsögn sinni fagnar SÍK frumvarpinu en það heimilar m.a. nýjan flokk framleiðlsustyrkja til lokafjármögnunar á gerð leikinna sjónvarpsþáttaraða. Undanfarin ár hefur SÍK í málflutningi sínum lagt áherslu á mikilvægi þess að auka við stuðning við framleiðslu sjónvarpsþáttaraða ásamt því að styrkja samkeppnisstöðu sjálfstæðra framleiðenda. SÍK lagði þó áherslu á að mikilvægt væri að nýjum styrkjaflokki fylgi fjárheimildir til þess að nýr styrkjaflokkur gangi ekki á önnur verkefni innan sjóðsins.  

Umsögnina í heild sinni má lesa hér, þá verður umsögnin jafnframt að finna í skjalasafni á innri vef SÍK.