(+354) 591 0100

Símanúmer

sik@si.is

Netfang

Verkefni

Metum listina að verðleikum – njótum hennar löglega

Hrundið hefur verið af stað átaki til þess að hvetja Íslendinga til að nota löglegar netsíður sem skila greiðslum til listamanna þegar verk þeirra eru sótt á netið. Könnun sem gerð var hérlendis árið 2011 bendir til þess að tæpur helmingur allrar tónlistar og um 75% allra kvikmynda og sjónvarpsþátta sem eru í umferð hér á landi séu fengin með ólögmætum hætti og  án þess að greitt hafi verið fyrir efnið.  Að átakinu standa höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka. Megintilgangur átaksins er að vekja athygli á því að Íslendingar geta nálgast afþreyingu á netinu eftir fjölmörgum löglegum leiðum. Fjöldi listamanna leggur átakinu lið. 

Nordic Anti-Piracy Conference Helsinki 2009

Dagana 5. og 6. nóvember 2009 var haldin í Helsinki í Finnlandi norræn ráðstefna um höfundarréttarmál þar sem fulltrúar flestra samtaka á Norðurlöndunum sem vinna gegn ólöglegu niðurhali héldu erindi.

Könnun 2010

Hverjir fjármagna íslensk kvikmyndaverk?

Könnun á fjármögnun 112 íslenskra kvikmyndaverka 2006-2009 

Úrklippur

Milljarðar tapast og hundrað störf glatast 

Úrklippa úr Fréttablaðinu – 8. október 2009: Íslensk kvikmyndagerð er í mikilli hættu að mati forsvarsmanna atvinnugreinarinnar ef boðaður niðurskurður í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður að veruleika.