Málþing um sjálfbæra kvikmyndagerð á Íslandi

SÍK og Kvikmyndamiðstöð Íslands efna til samtals um sjálfbærni í framleiðslu íslenskra kvikmynda í samræmi við kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. 

Fyrir liggur að framleiðendur standa frammi fyrir auknum kröfum í þessum efnum, til að mynda um mælanleg markmið, vottun, þjálfun á mannauð og breytta nálgun í tækjakosti og aðföngum. Á málþinginu verður farið yfir hvernig er best að stuðla að þessari umbreytingu í greininni hérlendis. 

Málþingið fer fram í Bíó Paradís, þriðjudaginn 16. janúar, klukkan 15-17. Þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig hér.

Dagskrá:

15:00 Inngangur
Gísli Snær Erlingsson, forstöðumaður KMÍ

15:10 Erum við ekki græn nú þegar? Hvers vegna þarf að mæla og gera áætlanir?
Anna María Karlsdóttir, ráðgjafi

15:30 Áskoranir og tækifæri
Fulltrúi stjórnar SÍK

Umræður

16:00 Kaffihlé

16:15 Green Producers Club
Mads Astrup Rönning kynnir starfsemi Green Producers Club

Umræður

17:00 Málþingi slitið