SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda – auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði SÍK.
Úthlutun og skipting tekna frá Innheimtumiðstöð gjalda (IHM)
Þann 9. september 2014 var lagt fram á Alþingi frumvarp að fjárlögum fyrir árið 2015. Við munum eftir fremsta megni reyna að halda hér utan um bæði umræðu og gögn því tengdu.
Í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram þann 1. október 2013 er lagt til að Kvikmyndasjóður verði skorin niður úr 1.070 m sem voru áætlaðar í 624,7 m króna. Þetta er niðurskurður upp á 42% frá áætlun og 39% frá núverandi framlagi. Hér er reynt eftir megni að halda utan um umræðuna og gögn tengd henni.
Eitt af mikilvægustu málum sem SÍK fjallar um eru höfundarréttarmál. Til að skilja höfundarrétt aðeins betur, þá er hér grein sem Tómas Þorvaldsson, lögmaður SÍK tók saman og birti í Landi og sonum, árið 2001.
Höfundaréttur og skyld réttindi að kvikmyndum.
Eftir Tómas Þorvaldsson, HDL.
EFTIR TÓMAS ÞORVALDSSON, HDL.
Þessari grein er ætlað að veita almenna innsýn í höfundarétt. Síðar verður fjallað um skyld réttindi þ.e. réttindi listflytjenda (leikara og tónlistarmanna), framleiðenda og útvarps og sjónvarpsstöðva. Ennfremur verður tekið á því hvernig öll ofangreind réttindi horfa við kvikmyndagerð. Í síðari greinum verður einnig leitast við að skýra hvaða og hvernig samninga er nauðsynlegt að gera til þess að mögulegt sé að sýna og dreifa kvikmynd með eðlilegum hætti.