Nordic Anti-Piracy Conference Helsinki 2009

Dagana 5. og 6. nóvember 2009 var haldin í Helsinki í Finnlandi norræn ráðstefna um höfundarréttarmál þar sem fulltrúar flestra samtaka á Norðurlöndunum sem vinna gegn ólöglegu niðurhali héldu erindi.



Upplýsingar sem fram komu á ráðstefnunni voru um margt merkilegar. Meðal annars má nefna að í kjölfar þess að IPRED lögin í svíþjóð tóku gildi, þá hefur sala og leiga á DVD aukist um 15-20%, sala í gegnum Video-on-demand (VOD) og slíkar rafrænar þjónustur hefur aukist um yfir 100%. Á sama tíma dró úr internet umferð um 30-40% og yfir fjórðungur breiðbandsnotenda hefur alfarið hætt að hlaða niður eða gera ólögleg eintök af höfundarréttarvörðu efni. Þessar staðreyndir sýna svart á hvítu að röksemdarfærsla þeirra sem ástunda ólöglegt niðurhal auki sölu.

Farið var yfir stöðuna á öllum Norðurlöndunum, auk þess sem fulltrúar frá IFPI og MPA – Motion Picture Associations.

Greinilegt er að verið er að ná til löggjafans í hinum ýmsu löndum og ljóst er að breytingar eru að verða á lagaumhverfinu sem er meira í takti við raunveruleikann sem við lifum í og því ótrúlega magni sem dreift er ólöglega á netinu á hverjum degi. Sem dæmi um þessa umferð, má nefna í Norgi er áæltað að um 144.000 skrár skipti ólöglega um hendur DAGLEGA og að á hverju ári sé ólöglegt niðurhal á kvikmyndum um 11,7 milljónir eintaka.

Gunnar Guðmundsson fór yfir stöðuna á Íslandi og hvernig niðurstaðan úr Ístorrent og DC++ málunum hafa opnað augu lögregluyfirvalda fyrir stöðunni í málinu. Hann fór jafnframt yfir hinn nýja samstarfsvettvang höfundarréttarsamtaka á Íslandi og hvernig rekin eru málaferli gegn öllum þeim skrárarskiptasíðum sem eru í gangi á Íslandi. Eins og við höfum greint frá, þá var um miðjan nóvember engin slík skrárskiptasíða rekin á Íslandi.