Anton Máni Svansson var kjörinn formaður SÍK

Ný stjórn kjörin á aðalfundi SÍK

Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var haldinn þann 6. júní sl.

Á fundinum fór formaður SÍK, Anton Máni Svansson, yfir störf stjórnar á liðnu ári. Þar ber helst að nefna vinnu stjórnar mikilvægi þess að stjórnvöld setji á laggirnar regluverk sem heimila gjaldtöku á streymisveitur með sambærilegum hætti og tíðkast er í mörgum Evrópuríkjum. Frumvarp þess efnis var birt á Samráðsgátt stjórnvalda í lok maímánaðar og má gera ráð fyrir að það verði lagt fyrir Alþingi á haustþingi. Þá fór formaður einnig yfir kröfu SÍK að stjórnvöld bæti úr verklagi á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu. Þar er lögð fram áhersla á að starfsumhverfi sjálfstæðra framleiðenda yrði endurskoðun og leitað yrði annarra leita til að gera fjármögnunarferli kvikmyndaiðnaðar á Íslandi skilvirkara.

Á fundinum lagði Hilmar Sigurðsson, gjaldkeri SÍK, fram gagnsæisskýrslu félagsins vegna ársins 2023 og greindi frá úthlutun IHM rétthafagreiðslna vegna ársins 2022 og núverandi úthlutun fyrir árið 2023. Þá lagði Hilmar fram endurskoðaða ársreikninga félagsins til samþykktar.

Anton Máni Svansson var einn til framboðs um formennsku þrjú framboð bárust um tvö laus sæti í stjórn. Í kosningu urðu þeir Arnar Benjamín Kristjánsson og Hilmar Sigurðsson hlutskarpastir. Þá barst eitt framboð, frá Hrönn Kristinsdóttur, um laust sæti varamanns.

Stjórn SÍK fyrir starfsárið 2024-2025 er því skipað:

Anton Máni Svansson, STILL VIVID ehf.

Agnes Johansen, RVK Studios ehf.

Arnar Benjamín Kristjánsson, Sagafilm ehf.

Hanna Björk Valsdóttir, Akkeri films ehf.

Heather Millard, Compass ehf.

Hilmar Sigurðsson, GunHil ehf.

Hrönn Kristinsdóttir, Go to Sleep ehf.

 

Á fundinum voru einnig lagðar fram lagabreytingar en þær snerust að meginefni um samþættingu dagskrárliða aðalfundar og orðalagsbreytingar.

Áfram heldur að fjölga aðildarfyrirtækjum innan SÍK sem hefur yfir að skipa 42 fyrirtækjum. Má merkja með þessu að mikill áhugi og gróska sé á starfsemi félagsins sem og í greininni í heild sinni.