Ný stjórn SÍK
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sem haldinn var með rafrænum hætti í gær.
Lilja Ósk Snorradóttir, Pegasus, var kjörin formaður stjórnar. Þá voru kjörin í stjórn Hilmar Sigurðsson frá SagaFilm, Inga Lind Karlsdóttir frá Skot Productions, Kristinn Þórðarson frá Biggest Deal og Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures. Fyrir í stjórn sátu Guðbergur Davíðsson frá Ljósopi og Hlín Jóhannesdóttir frá Vintage Pictures.
Nánar er fjallað um fundinn á vef Samtaka iðnaðarins.