Aðalfundur SÍK 2020 með rafrænum hætti

ATH! Aðalfundur SÍK hefur verið færður yfir á rafrænt form vegna aðstæðna í samfélaginu. Hann verður haldinn á Zoom klukkan 17.00 þann 24. september. Þá hefur pallborðsumræðum verið frestað þar til aðstæður leyfa að þær verði haldnar í persónu. 

Skráning fer fram á linknum hér að neðan. Skráðir fá sendan aðgang að fundinum um tveimur tímum áður en hann hefst. Þeir félagsmenn sem atkvæðisrétt hafa fá jafnframt send kjörgögn og aðgang að rafrænu kosningasvæði.

https://www.si.is/upplysingar-og-utgafa/a-dofinni/skraning/nanar/1716

Aðalfundur félagsins verður haldinn á KEX hostel þann 24. september klukkan 17.00. Að sjálfsögðu verður allra nauðsynlegra sóttvarna gætt. Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan en við eigum von á góðum gestum. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.

Í ár var farið í endurskoðun á lögum félagsins og þau samræmd til þess að standast kröfur í Evrópureglum um IHM úthlutanir. Viðfest eru lagabreytingartillögur stjórnar en þær verða til umræðu á aðalfundinum. Á næstu dögum verða breytingarnar kynntar betur fyrir félagsmönnum en við hvetjum fundargesti eindregið til þess að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn.

Auglýst er eftir framboðum til formanns, tveggja meðstjórnenda og varamanns í stjórn. Kosið er til tveggja ára. Framboð berist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en einnig er heimilt að bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Kjörgengir eru þeir sem starfa fyrir fyrirtæki sem sannanlega eru aðilar að SÍK. Á fundinum hefur hvert aðildarfélag eitt atkvæði.

Dagskrá aðalfundar Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðanda 2020:

17.00: Kristinn Þórðarson, formaður SÍK, opnar fundinn og fjallar um málefni kvikmyndaiðnaðarins og framtíðarhorfur

17.10: Hefðbundin aðalfundarstörf skv. samþykktum sambandsins

1. Lögð fram kjörgögn

2. Skýrsla stjórnar

3. Reikningar SÍK 2019 lagðir fram til samþykktar

4. Lagabreytingar

5. Laun stjórnar

6. Stjórnarkjör

7. Kjör endurskoðenda

8. Félagsgjöld ákvörðuð

9. Önnur mál, löglega upp borin

17.50: Pallborðsumræður um stefnu sjónvarpsstöðva hér á landi þegar kemur að íslensku dagskrárefni.

Gestir:  Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Símans

              Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV

              Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sýnar

Umræðum stýrir: Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur SI

18.30: Fundi slitið