Stockfish – European Film Festival byrjar 19. febrúar
Stockfish – European Film Festival in Reykjavík verður haldin dagana 19.febrúar – 1.mars 2015 í Bíó Paradís. Hátíðin er haldin í samvinnu við Heimili kvikmyndanna, Bíó Paradís og fagfélög í kvikmyndagreininni á Íslandi. Fulltrúi SÍK í stjórn er Guðrún Edda Þórhannesdóttir.
Á dagskránni eru um 30 áhugaverðar kvikmyndir og meðal gesta verða Sverrir Guðnason, nýbakaður Guldbaggen verðlaunahafi, leikkonan Brenda Blethyn og óskarstilnefndi leikstjórinn og Rachid Boucharebs. Sérstök dagskrá er með Sigurði Sverri Pálssynis sem mætir í spurningar og svör eftir sýningar á 3 mynda sinna.
Meðal viðburða má nefna Midpoint masterclass þar sem fjögur íslensk verkefni munu njóta leiðsagnar Pavel Jech, skólastjóri hins virta tékkneska kvikmyndaskóla FAMU, úr Öskustónni í á Óskarinn þar sem Christine Vachon fjallar um fjárhagshliðar óháðrar kvikmyndagerðar. Einnig er sérstök ástæða að benda framleiðendum á ráðstefnu um kvikmyndagagnrýni með erindum frá Peter van Bueren (NL) og Simran Hans (UK) um stöðu og hlutverk gagnrýnenda og í kjölfarið pallborðsumræður um stöðu á íslenskri kvikmyndagagnrýni.
Allar upplýsingar eru á vefsíðu hátíðarinnar: http://stockfishfestival.is/