SÍK verður aðili að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins
Á aðalfundi SÍK þann 31. maí var samþykkt með öllum greiddum atvkæðum að SÍK gerðist aðili að Samtökum iðnaðarins og þar með Samtökum atvinnulífisins. Fyrir fundinum lágu drög að samkomulagi milli SÍK og SI og voru þar samþykktar nauðsynlegar lagabreytingar til að ganga frá slíkri inngöngu.
Þessi samningur markar stór tímamót í starfi SÍK og ætti að efla enn frekar starf sambandsins.
Á aðalfundinum voru 5 ný aðildarfélög samþykkt inn í SÍK. Þau eru:
Vesturport ehf.
Oktober productions ehf.
Og films ehf.
Íris Film ehf:
Netop Films ehf.
Stjórn SÍK býður þau velkomin í breiðan hóp kvikmyndaframleiðslufélaga á Íslandi.
Öll gögn frá Aðalfundi eru aðgengileg á lokuðu vefsvæði aðildarfélaga.