Landsmönnum boðið í bíó – 34 íslenskar myndir á 18 stöðum

Íslensk kvikmyndahelgi fer fram 22. – 24. mars. Tilefnið er hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð Íslands og sá stuðningur sem kvikmyndagreinin hefur fengið í gegnum tíðina.

Á bak við framtakið standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn, í samstarfi við 18 sýningarstaði og Kvikmyndamiðstöð Íslands. Alls verða sýndar 34 myndir á 18 sýningarstöðum og ókeypis verður inn á allar sýningar.

Leikstjórar eða aðrir aðstandendur verða viðstaddir fjölda sýninga, t.a.m. verður Ragnar Bragason á Akranesi, Gunnar B. Guðmundsson (Gauragangur) á Ólafsvík, Gunnar Karlsson (Hetjur Valhallar – Þór) á Hvammstanga, Ari Kristinsson (Duggholufólkið) á Blönduósi, Kristín Andrea Þórðardóttir (Borgríki, framleiðandi) á Patreksfirði, Ásdís Thoroddsen (Ingaló) á Ísafirði, Óskar Jónasson (Hetjur Valhallar – Þór) á Ólafsfirði, Rúnar Rúnarsson (Eldfjall) á Raufarhöfn, Bragi Þór Hinriksson/Sverrir Þór Sverrisson „Sveppi“ á Seyðisfirði og Egilsstöðum, Marteinn Þórsson (Rokland) á Kirkjubæjarklaustri.

Á kvikmyndasýningum í Reykjavík verða leikstjórar/aðstandendur ákveðinna kvikmynda viðstaddir sýninga.

Sýningarstaðir voru valdir í samráði við menningarfulltrúa hvers landshluta og eftir aðstöðu til sýninga.

Upplýsingar um allar myndirnar má nálgast á www.kvikmyndavefurinn.is

Dagskrá íslenskrar kvikmyndahelgi:

REYKJAVÍK

BÍÓ PARADÍS (35mm filmur) Leikstjórar/aðstandendur ákveðinna kvikmynda verða viðstaddir sýningar.
Föstudagur

18:00 Kristnihald undir jökli
20:00 Hafið
22:00 Brúðguminn
Laugardagur

18:00 Magnús
20:00 Nói albínói
22:00 Sódóma Reykjavík
Sunnudagur

15:00 Jón Oddur og Jón Bjarni, Duggholufólkið, Skýjahöllin
18:00 Bjarnfreðarson
20:00 Börn náttúrunnar
22:00 Ingaló

HÁSKÓLABÍÓ (DCP, ENDURGERÐAR ÚTGÁFUR) Leikstjórar/aðstandendur ákveðinna kvikmynda verða viðstaddir sýningar.
Föstudagur

18:00 Skytturnar
Laugardagur

16:00 79 af stöðinni
16:00 Húsið
18:00 Hrafninn flýgur
Sunnudagur

16:00 Rokk í Reykjavík
16:00 Bíódagar
18:00 Englar alheimsins


VESTURLAND

ÓLAFSVÍK – FÉLAGSHEIMILIÐ KLIF (Blu-ray)
Sunnudagur

15:00 Hetjur Valhallar – Þór
17:00 Gauragangur Gunnar B. Guðmundsson mætir.

20:00 Mamma Gógó

AKRANES – BÍÓHÖLLIN (DCP)
Sunnudagur

20:00 Íslensk bíómynd – Ragnar Bragason mætir.

VESTFIRÐIR
PATREKSFJÖRÐUR – SKJALDBORGARBÍÓ (Blu-ray)
Borgríki Kristín Andrea framleiðandi mætir.

Algjör Sveppi 3, Hetjur Valhallar – Þór, Okkar eigin Osló

ÍSAFJÖRÐUR – ÍSAFJARÐARBÍÓ (DCP)
laugardagur

15:00 Algjör Sveppi 2 í 3D
20:00 Ingaló Ásdís Thoroddsen mætir.

 

NORÐURLAND VESTRA

HVAMMSTANGI – SELASETRIÐ (Blu ray)
Föstudagur

19:30 Kurteist fólk
22:00 Englar alheimsins
Laugadagur

17:00 Hetjur Valhallar – Þór Gunnar Karlsson mætir
.
19:30 Eldfjall
22:00 Borgríki
Sunnudagur

14:30 Algjör Sveppi 3
17:00 Hrafninn flýgur
19:30 Agnes

BLÖNDUÓS – FÉLAGSHEIMILI BLÖNDUÓSS (35mm filmur)
Fimmtudagur

20:00 Brim
Sunnudagur

15:00 Duggholufólkið Ari Kristinsson mætir.

SAUÐÁRKRÓKUR – KRÓKSBÍÓ (DCP)
Sunnudag

15:00 Bíódagar
17:00 Englar alheimsins

20.00 Rokk í Reykjavík

NORÐURLAND EYSTRA

ÓLAFSFJÖRÐUR – MENNINGARHÚSIÐ TJARNARBORG (Blu-ray)
Föstudagskvöld

21:00 Gauragangur
Laugardagur
 
15:00 Hetjur Valhallar – Þór Óskar Jónasson mætir
.
Sunnudagur

13:00 Kurteist fólk
15:30 Eldfjall
18:00 Rokland
21:00 Borgríki

AKUREYRI – BORGARBÍÓ (DCP)
Laugardagur

16:00 Hrafninn flýgur
Sunnudagur

16:00 Algjör Sveppi 3

Laugar – Laugabíó (Blu-ray)
Fimmtudagur

19:00 Kaldaljós
21:00 Borgríki
Sunnudagur

20:00 Á annan veg

RAUFARHÖFN – FÉLAGSHEIMILIÐ HNITBJÖRG (Blu-ray)
Laugardagur

14:00 Hetjur Valhallar
20:00 Á annan veg
Sunnudagur

20:00 Eldfjall Rúnar Rúnarsson mætir.

 

AUSTURLAND

EGILSSTAÐIR –  SLÁTURHÚSIÐ (Blu-ray)
Fimmtudagur

20:00 Borgríki
Föstudagur

20:00 Okkar eigin Oslo ( English Subtitles )
22:00 Rokk í Reykjavík ( Power sýning )
Laugardagur

14:00 Hringurinn
16:00 Algjör Sveppi 3  Sveppi og Bragi Þór Hinriksson mæta.

Sunnudagur

14:00 Hrafninn flýgur
16:00 Eldfjall

SEYÐISFJÖRÐUR – SEYÐISFJARÐARBÍÓ (Blu-ray)
Laugardagur

12:00 Algjör Sveppi 2 Sveppi og Bragi Þór Hinriksson mæta.

16:00 Englar alheimsins
21:00 Rokk í Reykjavík

VOPNAFJÖRÐUR – MIKLIGARÐUR (Blu-ray)
Sunnudagur

16:00 Hetjur Valhallar – Þór
20:00 Borgríki

 

SUÐURLAND

HÖFN Í HORNAFIRÐI – SINDRABÆR
Laugardagur

14:00 Hetjur Valhallar
16:00 Okkar eigin Osló
18:00 Eldfjall
Sunnudagur

16:00 Á annan veg

KIRKJUBÆJARKLAUSTUR – FÉLAGSHEIMILIÐ KIRKJUHVOLL
Föstudagur

21:00 Gauragangur
Laugardagur

17:00 Hetjur Valhallar – Þór
Sunnudagur

14:00 Eldfjall
16:00 Rokland Marteinn Þórsson mætir.