(+354) 591 0100

Símanúmer

sik@si.is

Netfang

Greinar

Óskynsamleg menningar- og efnahagspólitík

Árið 2006 var undirritað samkomulag milli fjármálaráðherra og menntamálaráðherra annars vegar og félaga í kvikmyndagerð hinsvegar. Samkomulagið gerði ráð fyrir uppbyggingu kvikmyndasjóða á næstu 4 árum úr um 372 m króna í 700 m árið 2010. Þessi samningur gerði kvikmyndaiðnaðinum kleift að gera lengri tíma áætlanir og þar með hefja nauðsynlega endurnýjun og fjárfestingu m.a. í stafrænum búnaði og tækjum í ljósi þess að langtíma samningur var kominn á. 

Fáar en mikilvægar menningamilljónir

Hefð okkar Íslendinga í kvikmyndamenningu og iðnaði er, eins og margt í okkar samfélagi, yngri en annarra evrópuþjóða.
Þó hafa íslenskar kvikmyndir forskot á íslenska fjámálastarfsemi bæði í árum og orðspori.Við kvikmyndagerðafólk höfum aldrei ætlað okkur að sigra Evrópu eða Ameríku,við höfum rétt eins og íslensk ljóðskáld, tónlistar-og myndlistarmenn, rithöfundar og leikhúsfólk reynt að spegla íslenskt samfélag á margvíslegan hátt.
Íslenskar kvikmyndir, tónlist og bókmenntir hafa laðað að fleiri ferðamenn en öll átaksverkefni stjórnvalda í ferðamennsku. Þannig er það. 

Ríkissjóður hagnast af framlögum í kvikmyndasjóði

Í umræðunni um niðurskurð kvikmyndasjóða hafa komið í ljós ýmsar ranghugmyndir um fjármögnun kvikmyndaverka og framlag opinberra aðila til kvikmyndagerðar. Í nýrri könnun kvikmyndaframleiðenda sem gerð var á framleiðslukostnaði yfir 100 kvikmyndaverka sem framleidd voru á árunum 2006-2009 kemur fram ýmislegt sem varpar betra ljósi á umfang og raunframlög til kvikmyndagerðar á Íslandi.

Menningarleg skemmdarverk

35% niðurskurður á því fé sem mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið hafa skuldbundið sig með samningum til að setja í kvikmyndasjóði er lang mesti niðurskurður sambærilegra samninga í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, þar sem niðurskurðurinn er 0% til 10%. Stefna yfirvalda er að skera mun meira niður í kvikmyndagerð en á nokkru sambærilegu sviði.

Íslensk kvikmyndagerð á höggstokknum

Stundum gerast atburðir sem erfitt er að útskýra þótt þeir séu ekki flokkaðir sem yfirnáttúrulegir. Nú standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn frammi fyrir atburðum sem illa gengur að útskýra með eðlilegri rökhugsun.

Það sem gerst hefur er að ráðamenn ríkisfjármála og yfirmenn Sjónvarpsins hafa ákveðið að leggja íslenska kvikmyndagerð í rúst!
Fjárfesting ríkisins í kvikmyndagerð hefur verið skorin niður um 35% á sama tíma og framlög til ýmissa annarra greina á menningarsviðinu sleppa með niðurskurð sem nemur 3 – 10%. Og stjórnandi Sjónvarpsins lýsir því yfir að RÚV kaupi ekki íslenskar kvikmyndir og dragi stórlega úr kaupum á heimildamyndum og sjónvarpsþáttum frá íslenskum framleiðendum. Eðlilegast hefði verið að hann hefði sagt af sér í kjölfar yfirlýsingarinnar, slíkar eru afleiðingar þessarar ákvörðunar.

Fjöldauppsögn í fjárlagafrumvarpi!

Í fjárlagafrumvarpi sem nú hefur verið lagt fram fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir að skera niður framlög til kvikmyndasjóðanna þriggja um 200 milljónir króna. Þetta er langhæsti niðurskurður á nokkurri menningartengdri starfsemi á fjárlögum fyrir mennta- og menningarmál. Framlag til kvikmyndasjóða fer úr 590 milljónum í 390 milljónir, samkvæmt frumvarpinu.