FRÉTTIR

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda – auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði SÍK.

Rétt til umsókna úr sjóðnum eiga allir sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur sem

...

Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var haldinn þann 6. júní sl.

Á fundinum fór formaður SÍK, Anton Máni Svansson, yfir störf stjórnar á liðnu ári. Þar ber helst að nefna

...

Aðalfundur SÍK mun fara fram fimmtudaginn 6. júní nk. kl. 16.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Dagskrá

...
Félög í SÍK

Félög í SÍK

Í SÍK eru um 40 kvikmyndaframleiðslufélög og þar á meðal öll stærstu framleiðslufyrirtæki landsins.
Ertu með spurningar?

Ertu með spurningar?

SÍK er aðili að Samtökum iðnaðarins. Viðskiptastjóri SÍK heldur utan um starfsemi félagsins, endilega hafðu samband í síma 5910100 eða sik@si.is

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, er samband sjálfstæðra íslenskra kvikmyndaframleiðenda sem framleiða allar gerðir kvikmynda. Tilgangur SÍK er að efla íslenska kvikmyndagerð og gæta hagsmuna og réttar sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda. Félagið kemur fram fyrir hönd aðildarfélaga gagnvart stjórnvöldum, menningarstofnunum, fjölmiðlum og öðrum félagasamtökum. Til að ná fram markmiðum sínum getur félagið leitað eftir samstarfi við félög kvikmyndaframleiðenda erlendis og önnur fagfélög í kvikmyndagerð heima og erlendis. Heimili og varnarþing SÍK er í Reykjavík. Enskt heiti félagsins er Association of Icelandic Film Producers.

Tilgangur félagsins

Tilgangur SÍK er að efla íslenska kvikmyndagerð og gæta hagsmuna og réttar sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda.

Félagsmenn

Í SÍK eru rúmlega 32 kvikmyndaframleiðslufélög og þar á meðal öll stærstu framleiðslufyrirtæki landsins.

Skilyrði fyrir inntöku í SÍK

Skilyrði fyrir inntöku í SÍK er að umsækjandi sé sjálfstætt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki með lögheimili á Íslandi og hafi framleitt eigin kvikmyndaverk samfleytt í tvö ár og sýnt a.m.k. eitt kvikmyndaverk á almennum sýningum í kvikmyndahúsi samfleytt í a.m.k. 7 daga eða í sjónvarpi sem hefur umtalsverða dreifingu.

Svæði félaga í SÍK
Aðildarfélög SÍK hafa aðgang að félagasíðum

Félög sem eiga aðild að SÍK hafa aðgang að upplýsingum um starfsemi SÍK, fundargerðir funda félagsins, greinargerðir, fundargerðir stjórnar, samningsform, samninga við önnur félög og fleiri upplýsingar sem eingöngu eru aðgengilegar félögum í SÍK. Ef fyrirtæki þitt er í SÍK og hefur ekki fengið úthlutað aðgangsorði, þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu SÍK