Úthlutunarreglur IHM vegna 2018

Úthlutunarreglur IHM vegna ársins 2018

Úthlutun og skipting tekna frá Innheimtumiðstöð gjalda (IHM)

Frá og með IHM tekjum ársins 2009 skal, einu sinni á ári, úthlutað eftir sjónvarpsáhorfsmælingum Capacent Gallup fyrirtækisins eða annars fyrirtækis sem fengið verður til þessa verks. Þannig verður heildaráhorf á efni frá sjálfstæðum framleiðendum mælt í mínútum og sjötíu og fimm prósent (75%) af IHM tekjum ársins skipt á milli framleiðenda í því hlutfalli sem þeir eiga af áhorfi.

Rétthafar gagnvart  úthlutun IHM tekna, sem SÍK berast, skulu vera allir sjálfstæðir framleiðendur sem framleitt hafa eigin íslensk kvikmyndaverk (án tillits til aðildar að SÍK) og gera kröfu um úthlutun til sín samkvæmt auglýsingu(m) frá SÍK um væntanlegar úthlutanir IHM tekna.

Eftirfarandi stigatafla skal vera til viðmiðunar við útreikning á greiðslum:

Leikin kvikmynd sýnd í kvikmyndahúsi, hver mínúta gefur            10 stig

Leikin sjónvarpsmynd, hver mínúta gefur                                     5  stig

Leikin heimildarmynd, hver mínúta gefur                                      3  stig

Aðrar heimildarmyndir, hver mínúta gefur                                     2  stig

Sápuóperur, hver mínúta gefur                                                    1  stig

 

Ekki er greitt fyrir:

  1. Verk sem fjalla um atburði líðandi stundar.
  2. Kynningarmyndir. Þar með taldar kynningarmyndir um gerð kvikmynda (enda gerðar í kynningarskyni)
  3. Kennslu- og fræðsluefni.
  4. Umræðu- og spjallþætti

 

Tuttugu og fimm prósent (25%) IHM tekna SÍK verði varðveittar á hávaxtareikningi í varasjóði til að mæta mögulegum framtíðarkröfum á hendur félaginu vegna skiptingar IHM tekna og/eða vegna almenns rekstrarkostnaðar og lögfræðilegra aðgerða sem talið getur verið nauðsynlegt að SÍK ráðist í. Í varasjóði þessum skal, á hverjum tíma,  þó aldrei vera hærri fjárhæð en sem nemur uppsafnaðri tekjuhlutdeild hans síðustu fjögurra undanfarinna ára. Verði um umframhlutdeildar-tekjur að ræða samkvæmt framansögðu skal þeim ráðstafað til almennrar úthlutunar til framleiðenda, skv. 2. mgr., gr. 9.2.