Ólöglegt niðurhal

SÍK hefur tekið þátt í samstarfi höfundarréttarsamtaka í aðgerðum gegn ólöglegu niðurhali. SÍK tók þátt í að stofna samstarfsvettvang tónlistar- og kvikmyndarétthafa til að vinna gegn ólöglegri notkun höfundarréttarvarins efnis ásamt IHM, STEF, FHF, SMÁÍS og SFH. Stofnfundur var haldinn þann 12. október 2009 þar sem m.a. var samþykkt aðgerðaráætlun fyrir samtökin. Samhliða þessu fer í gang vinna við að koma á betra innlendu samstarfi við aðila eins og Einkaleyfastofu, ráðuneyti og tollayfirvöld, ásamt því að efna til samráðs við þjónustuveitur sem veita notendum aðgang að netinu.

Því er beint til aðildarfélaga í SÍK and senda tölvupóst á ss@smais.is til að tilkynna um brot um notkun á höfundarréttarvörðu efni.

Hér á þessari og tengdum síðum birtum við efni úr þessu starfi og annað efni sem tengist aðgerðum gegn ólöglegu niðurhali. 


Nordic Anti-Piracy Conference Helsinki 2009 – síða á vef SÍK með upplýsingum frá ráðstefnunni

Bretar leggja fram frumvarp á svipuðum nótum og franska leiðin – 18. nóvember 2009 – PDF skrá með frumvarpinu

Engin torrent síða í gangi á Íslandi um miðjan nóvember 2009
 – 15. nóvember 2009 – frétt á vef SÍK