Aðildarumsókn

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda er fyrir sjálfstæða framleiðendur á kvikmynduðu efni. Skilyrði fyrir inntöku er að umsækjandi sé sjálfstætt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki með lögheimili á Íslandi og hafi framleitt eigin kvikmyndaverk samfleytt í tvö ár og sýnt a.m.k. eitt kvikmyndaverk á almennum sýningum í kvikmyndahúsi samfleytt í a.m.k. 7 daga eða í sjónvarpi sem hefur umtalsverða dreifingu.

Kvikmyndaframleiðslufyrirtæki telst ekki vera sjálfstætt ef ein sjónvarpstöð á meira en 1/4 hluta í fyrirtækinu eða tvær eða fleiri sjónvarpsstöðvar eiga samanlagt meira en helming í fyrirtækinu, eða að framleiðslufyrirtækið hafi á síðustu þremur árum framleitt meira en 9/10 hluta af eigin framleiðslu fyrir sömu sjónvarpsstöðina.
Sjá nánar í lögum SÍK

Umsóknir um aðild að SÍK eru teknar fyrir á aðalfundum sambandsins. Í umsóknum þarf að koma fram staðfesting framleiðslufélags um að það uppfylli skilyrði fyrir aðild.

Umsóknir sendist á sik@producers.is