Aðalfundur SÍK 2002

Formaður Ari Kristinsson setti fundinn. Tómas Þorvaldsson var kosinn fundarstjóri og Kristín Atladóttir fundarritari. Fundarstjóri lýsti fundinn settann en þar sem fundargögn voru enn ókomin var frestað að lýsa hann löglegan. Dagskrá fundarins var með hefðbundnum hætti og samkvæmt fyrirfram auglýstri dagskrá. 

Kjörgögn lögð fram, eftirfarandi aðilar voru mættir:
Ax kvikmyndagerð: með atkvæði fór, Ólafur Rögnvaldsson. – BÍÓ ehf :með atkvæði fór, Björn Sigurðsson – I.L.M:með atkvæði fór: Hrafn Gunnlaugsson, einnig var mætt Edda Kristjánsdóttir. – Gjóla: með atkvæði fór, Anna Th Rögnvaldsdóttir. – Hugsjón: með atkvæði fór, Björn Brynjólfur Björnsson. – Kvikmyndafélag Ísland: með atkvæði fór, Júlíus Kemp. – Íslenska kvikmyndasamsteypan: með atkvæði fór, Friðrik Þór Friðriksson. – Ísfilm: með atkvæði fór: Kristín Atladóttir. – KAM FILM: með atkvæði fór, Konráð Gylfason. – Kvikmynd ehf: með atkvæði fór, Þorsteinn Jónsson. – Loki: með atkvæði fór, Sæmundur Norfjörð. – Nýja Bíó: með atkvæði fór: Guðbergur Davíðsson. – Pegasus: með atkvæði fór. Snorri Þórisson. – SAGA FILM: með atkvæði fór, Jón Þór Hannesson, einnig var mættur: Rúnar Hreinsson. – Seylan Film Production: með atkvæði fór, Hjálmtýr Heiðdal. – Taka kvikmyndagerð ehf: með atkvæði fór, Ari Kristinsson. – Lífsmynd ehf með atkvæði fór, Valdimar Leifsson. – Verkstæðið: með atkvæði fór, Þórir Snær Sigurjónsson. – Litla Gula Hænan: með atkvæði fór ,Ásthildur Kjartansdóttir. – UMBI film ehf: með atkvæði fór, Halldór Þorgeirsson, einnig var mætt: Guðný Halldórsdóttir. – ZIK ZAK kvikmyndir ehf: með atkvæði fór, Þórir Snær Sigurjónsson.

Samtals 21 gilt atkvæði

Eftir Inntöku nýrras félag, bætust við:
Sögn ehf:með atkvæði fór, Lilja Pálmadóttir, einnig var mætt Agnes Johansen. Gos ehf:með atkvæði fór, Guðmundur Kristjánsson. – Tuttugu geitur: með atkvæði fór, Böðvar Bjarki Péstursson.

Samtals var því á fundinum farið með 24 gild atkvæði af 37 atkvæðum.

Skýrsla Stjórnar Framleiðendafélagsins SÍK á Aðalfundi 2002

Umræða um skýrslu stjórnar.

Fundargögn voru lögð fram og fundarstjóri lýsti fundinn löglegan.

Reikningar félagsins lagðir fram.

Reikningar félagsins samþykktir samhljóða.

Skráning nýrra verka.

Lagabreytingar
Engar lagabreytingar lágu fyrir og dagskrárliður því felldur niður.

Inntaka nýrra félaga
Þrjú ný félög hafa sótt um inngöngu í félagið og var gengið til atkvæðagreiðslu um inngöngu hvers og eins eftir að formaður í stuttu máli skýrt forsendur umsókna.

Sögn – Blue Eyes Productions ……… Samþykkt
20 Geitur ………………………………….Samþykkt
Gos ………………………………………..Samþykkt

Stjórnarkjör

Að lokinni kostningu er stjórn félagsins sem hér segir:

Ari Kristinsson formaður
Jón Þór Hannesson ritari
Snorri Þórisson gjaldkeri
Friðrik Þór Friðriksson meðstjórnandi
Guðmundur Kristjánsson meðstjórnandi
Kristín Atladóttir 1. varamaður
Viðar Garðarsson 2. varamaður

Kosning endurskoðenda
Formaður félagsins lagði til að Björn Sigurðsson yrði áfram félagskjörinn endurskoðandi og að KPMG sæi áfram um endurskoðun, uppgjör og uppstillingu ársreikninga. Þetta var samþykkt.

Ákvörðun félagsgjalda

Rekstraráætlun
Stjórn félagsins lagði fram þá rekstraráætlun er birt er í skýrslu stjórnar SÍK fyrir árið 2002.

Önnur mál

Fundarritari
Kristín Atladóttir