Aðalfundur SÍK 2005

 

FUNDARGERÐ
aðalfundar Framleiðendafélgsins SÍK sem haldinn var á Hótel Holti, þriðjudaginn 31.maí 2005 kl. 20:00. 

Baltasar Kormákur setti fundinn og lagði til að Tómas Þorvaldsson yrði kjörinn fundarstjóri og var sú tillaga samþykkt.

Tómas lagði til að Agnes Johansen ritaði fundargerð og var sú tilaga samþykkt

Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum félagsins:

1. Lögð fram kjörgögn
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram endurskoðaðir
4. Skráning nýrra kvikmyndaverka
5. Lagabreytingar
6. Inntaka nýrra félaga
7. Stjórnarkjör
8. Kjör endurskoðenda
9. Ákvörðun félagsgjalda
10. Önnur mál.

1. Lögð fram kjörgögn.
Fundinn sátu 24 fulltrúar eftirtalinna aðildarfélaga auk Tómasar Þorvaldssonar, lögmanns félagsins:
1. Cut ´n Paste Elísabet Rónaldsdóttir
2. Ergis Ari Alexander Ergis Magnússon
3. Saga film Maríanna Friðjónsdóttir
4. Seylan Hjálmtýr Heiðdal
5. Spark Björn Br. Björnsson
6. Sögn Baltasar Kormákur/Agnes J
7. Umbi Guðný Halldórsd/Halldór Þorg
8. Taka Ari Kristinsson/Bergþóra Arad.
9. ZikZak Skúli Malmquist/Þórir Snær S.
10. Pegasus Snorri Þórisson
11. Heimildarmyndir Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
12. Nýja bíó Guðbergur Davíðsson
13. I.L.M. Hrafn Gunnlaugsson
14. Litla gula hænan Ásthildur Kjartansdóttir
15. Ísfilm Ágúst Guðmundsson/Kristín A
16. Íslenska kvikmyndakompaníið Friðrik Þór/Anna M. Karlsd.
17. Ax Ólafur Rögnvaldsson/Anna R.

Skráð aðildarfélög eru 47 þannig að kjörsókn var liðlega 36%. Fyrir aðalfundinn var rætt við Frey Einarsson hjá Plúton og sagði hann að Plúton væri aflagt og því búið að skrá það úr félaginu. En svo þarf einnig að athuga stöðu nokkurra annarra skráðra félaga sem líklega eru komin úr rekstri.
Tómas lýsti fundinn löglegan þar sem löglega var til hans boðað. Hins vegar væri fundurinn ekki lögmætur til þess að taka afstöðu til lagabreytingatillagna þar sem fundarsókn væri ekki næg.