Aðalfundur SÍK 2012

Aðalfundur SÍK 2012 var haldinn á Hótel Holti fimmtudaginn 25. október 2012.

Úrdráttur úr fundargerð:

1. Kosning starfsmanna fundarins.
Hilmar Sigurðsson setti fundinn og lagði fram tillögu um að Tómas Þorvaldsson yrði fundarstjóri og Kristín Andrea Þórðardóttir ritaði fundargerð. Ekki var gerð athugasemd við það.

Lögð fram kjörgögn
Aðalfundur SÍK var boðaður með tölvupósti þann 9. október sl. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðið og því fundurinn lýstur löglegur og löglega til hans boðað.

Eftirtalin virk félög í SÍK mættu á fundinn og fyrir þeirra hönd fóru eftirtaldir fulltrúar með atkvæði þeirra:

Artio ehf. Jón Gústafsson
Heimildarmyndir ehf.
Hugó Film Ingvar Þórisson
Í einni sæng Lýður Árnason
KAM ehf. Konráð Gylfason
Klipp ehf. Anna Þóra Steinþórsdóttir
Krumma films Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Kvikmyndafélag Íslands Júlíus Kemp
Kvikmyndafélagið Hughrif Guðrún Edda Þórhannesdóttir
Leiknar myndir ehf Friðrik Þór Friðriksson
Ljósband Anna María Karlsdóttir
Ljósop Guðbergur Davíðsson
Oslo ehf. Hrönn Kristinsdóttir
Pegasus Lilja Ósk Snorradóttir
Poppoli Kristín Andrea Þórðardóttir
Reykjavik films Björn Br. Björnsson
Saga Film Kjartan Þór Þórðarson
Sögn ehf. Agnes Johansen
True North Helga Margrét Reykdal
ZikZak Skúli Malmquis

Samtals mættu því fulltrúar f.h. 20 af 24 félögum sem eiga rétt til fundarsetu eða 83,33%.

Fundarstjóri óskaði eftir leyfi fundarins til að færa liðinn „Inntaka nýrra félaga“ aftur fyrir lagabreytingar í dagskrá fundarins. Ekki voru gerðar athugasemdir við þessa tilhögun.