Aðalfundur SÍK 2014

Aðalfundur SÍK 2014 var haldinn 3. júní í Kviku, fundarsal Samtaka iðnaðarins í Borgartúni 35. Til fundarins var boðað skv. lögum SÍK og voru mættir fulltrúar 16 af 25 aðildarfélögum. Þessi mæting var ekki nægjanleg til að breyta lögum sambandins en önnur aðalfundarstörf voru tekin fyrir. Á fundinum voru eftirtalin aðildarfélög samþykkt inn:

  • Askja films
  • Vintage Pictures
  • Skotta ehf.
  • Halibut ehf.

Boðað var til aukaaðalfundar þann 30. júní í samræmi við lög SÍK. Voru ný lög SÍK samþykkt á þeim fundi.