Aukaaðalfundur SÍK

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda – SÍK, boðar forsvarmenn aðildarfyrirtækja til aukaaðalfundar mánudaginn 30. júní nk. kl. 17:00.

Fundurinn verður haldinn í húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í fundarsalnum Kviku á 1. hæð, 105 Reykjavík.

Dagskrá auka aðalfundar

17:00  Fundur settur

  1. Lagabreytingar
  2. Önnur mál

18:00  Fundi slitið

Lagabreytingartillögur, sem óskað er eftir að teknar verði fyrir á aðalfundinum þurfa að hafa borist stjórn félagsins a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund.

Vinsamlegast tilkynnið hver fer með umboð félagssins á aðalfundinum í netfangið katrin@si.is fyrir 30. júní.