Aðalfundur SÍK 2019

Aðalfundur SÍK

Föstudaginn 24. maí kl. 16.00-17.30 á Vox Home

Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, verður haldinn föstudaginn 24. maí næstkomandi kl. 16.00-17.30 á Vox Home, Hilton Reykjavík Nordica.

Dagskrá:
Kl. 16.00 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, verður með framsögu um málefni kvikmyndaiðnaðarins.
Kl. 16.20 Erindi – framtíð kvikmyndaiðnaðarins.
Kl. 16.45 Formaður SÍK setur aðalfundinn, skipar fundarstjóra og fundarritara.
Hefðbundin aðalfundarstörf skv. samþykktum sambandsins:
1. Lögð fram kjörgögn
2. Skýrsla stjórnar
3. Endurskoðaðir reikningar SÍK lagðir fram
4. Lagabreytingar
5. Kosið verður um eftirfarandi sjórnarsæti:
· Tvo meðstjórnendur til tveggja ára
· Einn varamann til tveggja ára
6. Kjör endurskoðenda
7. Félagsgjöld ákvörðuð
8. Önnur mál, löglega upp borin

Skráning á fundinn á vef SI
https://www.si.is/starfsemi/vidburdir/2019/05/24/eventnr/1645