Um Félagið

 

 

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda

Í SÍK eru 55 kvikmyndaframleiðslufélög og þar á meðal öll stærstu framleiðslufyrirtæki landsins.

Skilyrði fyrir inntöku í SÍK er að umsækjandi sé sjálfstætt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki með lögheimili á Íslandi og hafi framleitt eigin kvikmyndaverk samfleytt í tvö ár og sýnt a.m.k. eitt kvikmyndaverk á almennum sýningum í kvikmyndahúsi samfleytt í a.m.k. 7 daga eða í sjónvarpi sem hefur umtalsverða dreifingu.

Svæði félaga í SÍK

Félög sem eiga aðild að SÍK hafa aðgang að lokuðu svæði á vefnum þar sem finna má upplýsingar um starfsemi SÍK, fundargerðir funda félagsins, greinargerðir, fundargerðir stjórnar, samningsform, samninga við önnur félög og fleiri upplýsingar sem eingöngu eru aðgengilegar félögum í SÍK. Ef fyrirtæki þitt er í SÍK og hefur ekki fengið úthlutað aðgangsorði, þá vinsamlegast hafið samband við ritara SÍK. Til að komast inn á svæðið, þarf að skrá sig inn með forminu hér til hægri.