IHM úthlutun vegna 2012

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda – auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði SÍK.

Rétt til umsókna úr sjóðnum eiga sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpi á árinu 2012. Aðeins rétt útfylltar umsóknir verða afgreiddar.

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda.
c/o Samtök iðnaðarins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

eða með tölvupósti á sik@producers.is

Umsóknarfrestur fyrir greiðslur úr IHM sjóði SÍK er til 30. nóvember næstkomandi. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Greiðslur þessar eru bætur til kvikmyndaframleiðenda fyrir upptökur á myndum þeirra, þegar þær eru sýndar í sjónvarpi á Íslandi. Sjá nánar á vefsíðu IHM.

Umsóknareyðublað er að finna hér á síðunni.

Vinsamlegast athugið að það er mikilvægt að fylla umsóknareyðublaðið út með öllum þeim upplýsingum sem beðið er um til að tefja ekki fyrir úrvinnslu gagna. 

IHM2014_VEFUTGAFA